NORA er ísfirskt sjávarafurða- og fisksölufyrirtæki, stofnað árið 2014.

Við vinnum eftir sérstökum gæðastöðlum og látum veiða fyrir okkur, framleiða og kaupa afurðir sem uppfylla þessa staðla. Við markaðssetjum síðan vöruna og seljum til viðskiptavina okkar um allan heim, en við þjónustum allan markaðinn, frá mötuneytum og hótelum til veitingastaða.

 

Höfuðstöðvar okkar eru á Ísafirði og afurðirnar sem við bjóðum eru að mestu leyti veiddar í inndjúpinu og á vestfirsku miðunum. Íslenskar sjávarafurðir eru meðal þeirra sjálfbærustu í heiminum og viðskiptavinir okkar geta alltaf verið vissir um að þær eru fyrsta flokks.

 

Við bjóðum upp á ferskar, frosnar og lifandi sjávarafurðir og fylgjum árstíðunum í sjávarfangi til að geta alltaf boðið upp á það besta sem fæst. Þannig förum við að huga að þorskhrognum og sviljum í byrjun árs. Þegar líður að vori og fyrstu rauðmagarnir fara að veiðast förum við að undirbúa grásleppuvertíð. Koll af kolli tekur svo ný afurð við af annari.

 

Sjávarfangið kaupum við beint af bátum og í gegnum fiskmarkaðinn hér á Ísafirði. Það sem við kaupum ekki beint frá framleiðendum á Vestfjörðum látum við vinna fyrir okkur í verktökuvinnslu. Í dag vinnum við náið með tveimur vinnslum þar sem við veljum hráefnið og látum vinna það fyrir okkur eftir okkar gæðakröfum. Þetta er náið samstarf, enda óskum við oft um sérvinnslu, þar sem við viljum láta skera og vinna afurðina eftir kúnstarinnar reglum, sem krefst mikillar færni í fiskvinnslu.

NORA Seafood ehf. - Sindragötu 11 -  400 Ísafirði, Iceland  -   All rights © 2019

  • Facebook
  • Instagram